Gunna Stella 

 

Menntun

 1. Grunnskólakennari B.ed.
 2. Grunnámskeið í Emotionally Focused Couples therapy (EFT) Core skills
 3. Áfallafræði TRM (Module I og II). 
 4. IIN Heilsumarkþjálfi frá The Institute of Integrative nutrition. 
 5. Framhaldsnám hjá The Institute of Integrative nutrition með sérþekkingu á sviði Viðskiptaþróunar, markaðssetningar, sölu og frumkvöðlastarfs. 
 6. Nám í fjölskyldumeðferð á meistarstigi hjá Endurmenntun stendur yfir, (útskrift vor 2022).

Gunna Stella er með b.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur lokið grunnnámskeiði í EFT parameðferð.  Hún hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og áfallastreitu. 

 Gunna Stella hefur einnig lokið námi í Heilsumarkþjálfun frá The Institue of Integrative nutrition í New Yrok. Hún lauk framhaldsnámi frá sama skóla með sérþekkingu á sviði Viðskiptaþróunar, markaðssetningar, sölu og frumkvöðlastarfs.

Nám í Fjölskyldumeðferð á meistarastigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands stendur yfir. 

Gunna Stella hefur einnig sótt margar ráðstefnur hérlendis og erlendis sem fjalla um tilfinningaúrvinnslu, sálarlíf, fíkn og meðvirkni. 

 Gunna Stella hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið á Íslandi og erlendis. Í upphafi árs  2021 gaf hún út bókina Einfaldara líf: Þetta þarf ekki að vera svona flókið.  Megin þema hennar er að hjálpa einstaklingum að upplifa meiri hugarró og jafnvægi í lífi sínu með fjölbreyttum aðferðum. 

 Gunna Stella hefur áralanga reynslu af því að vinna með fólki á öllum aldri. 

 

Sérstakar áherslur: 

 • Einstaklingar, pör/hjón, börn og fjölskyldur
 • Að hjálpa fólki að einfalda lífið.
 • Vinna með einstaklingum og hópum í að takast á við þætti eins og streitu, kvíða og  meðvirkni, 
 • Hjálpa einstaklingum að öðlast meira jafnvægi og vellíðan.
 • Vinna með alkohólistum og aðstandendum þeirra.  
 • Foreldra og uppeldisráðgjöf
 • Markmiðasetning. 
 • Áfallameðferð