Nýjasti þátturinn!

28.04.2021

Í þessum þætti fjalla ég um það hversu eðlilegt það er að upplifa upp, niður og flata tíma (um stund)  í lífinu. Hvað getum við gert til að komast í meira jafnvægi á þannig tímum. Í þessum þætti deili ég því með ykkur hvað ég gerði síðasta þegar ég átti niður tímabil. 

Hlaðvarpið Einfaldara líf 

Draumur minn um að byrja með hlaðvarpið einfaldara líf byrjaði fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fæðingin hefur verið löng en gekk hratt á lokasprettunum. Í þessum þætti fer ég yfir það af hverju ég ákvað að byrja með hlaðvarp!

Takk fyrir að hlusta. Fylgdu mér endilega á facebook og Instagram og gakktu til liðs við hópinn Einfaldara líf á facebook. 

01. Einfaldari aðventa

Aðventan getur verið streituvaldandi tími. Í þessum þætti fjallar Gunna Stella um nokkrar leiðir sem hún og

fjölskyldan hafa nýtt sér til þess að einfalda aðventuna. Í þættinum fjallar hún einnig um samverudagatal sem hún kallar jóladagatal Einfaldara lífs. Þú getur nálgast jóladagatal Einfaldara lífs algjörlega ókeypis á heimasíðunni www.gunnastella.is

02. Aðventan, aðventukransinn og jólagjafainnkaupin sjálf!

Aðventan, aðventukransinn, jólagjafirnar og allt það! Hvernig er hægt að einfalda þetta allt saman og njóta þess um leið? Í þessum þætti fjallar Gunna Stella einmitt um þessi mál. Skelltu því heyrnartólunum í eða á eyrun, sestu niður eða farðu jafnvel í göngutúr á meðan þú hlustar. Njóttu vel!

03. Takið af ykkur skóna, ég ætl´að bóna - eða EKKI!

Dásamlegi desember. Öðruvísi aðventa framundan. Takið af ykkur skóna ég ætl´að bóna!

Í þessum þætti fjallar Gunna Stella um listann langa, þakklæti og allt sem tengist "ég þarf" v´s "ég vil" og svo má nú ekki gleyma nýrri skilgreiningu á Einfaldari aðventu!

Einfaldari aðventa er ...

.

04. Er hægt að einfalda lífið?

Í þessum þætti fjallar Gunna Stella um af hverju hún byrjaði að þá vegferð sem hún kallar vegferðin í átt að Einfaldara lífi.

Hún fjallar um hver eru góð fyrstu skref og hvar er best að byrja.

05. Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig - viðtal við Barböru H. Þórðardóttur Fjölskyldufræðing

Í þessum þætti af Einfaldara líf spjalla ég við Barböru H. Þórðardóttur sem starfar sem Fjölskyldufræðingur hjá Lausninni. Barbara er gift og á fullt hús af börnum. Hún hefur stórt hjarta og þráir ekkert heitar en að hjálpa fólki að finna von. Við spjöllum um hvað skilgreinir okkur sem einstaklinga, fjölskylduna, jólahefðir og margt fleira.

06. Bless bless, jólastress!

Í þessum þætti gef ég ykkur innsýn inn í fallega jólasögu sem ég heyrði þegar ég var 17 ára gömul. Þessi saga hefur líklega verið byrjunin á því sem ég vil kalla vegferðin í átt að einfaldara lífi. Einfaldara líf hefur líka gert það að verkum að allur jólaundirbúningur verður einfaldari og ég get sagt hærra og hærra með hverju árinu, Bless, bless jólastress!

Einfaldara líf er líka í boði fyrir þig!

07. Frábær leið til að setja sér markmið fyrir nýtt ár

Í þessum þætti fjalla ég um leið sem ég nota til að setja mér markmið fyrir hvert ár. Í upphafi ársins 2020 grunaði mig ekki að sú leið sem ég valdi þá myndi verða eins mikilvæg og hún var. Ég hvet þig til að hlusta á þennan þátt ef þú vilt nota einfalda leið til að setja þér markmið og hafa gaman af vegferðinni líka.

08. Hvernig getum við endurræst okkur á nýju ári?

Það er komið nýtt ár og við hoppum af gleði. Er það af þvi að það er komið nýtt ár eða út af því að árið 2020 er liðið?

Í þessum þætti fjalla ég um það hvernig við getum endurræst okkur og hafið nýtt ár með því að núllstilla okkur andlega og líkamlega.

09. Getur maður haft helling að gera en samt lifað einfaldara lífi?

Sumir halda að einfaldara líf snúist um það að gera ekki neitt, liggja upp í sófa og horfa á Netflix. Er það svo? Í þessum þætti útskýri ég hvernig hægt er að lifa einfaldara lífi þegar maður hvílir sig og þegar maður hefur nóg að gera.

Í þessum þætti fjalla ég einnig um það hvernig hægt er að forgangsraða og hafa stjórn yfir dagatalinu og tíma sínum.

Facebook hópurinn Einfaldara líf 

10. Gunna Stella svarar innsendum spurningum LIVE - Spurningar og svör -

Í þessum þætti svara ég innsendum spurningum. Svörin eru persónuleg og reyni eftir bestu getu að svara á heiðarlegan hátt.

11. Tæki og tól til að upplifa meiri hugarró

Í þessum þætti gef ég ykkur innsýn inn í það hvernig ég tekst á við erfiðar tilfinningar. Ég fjalla líka um nokkur tæki og tól sem ég hef nýtt mér til að upplifa meiri hugarró. Líka í miðjum heimsfaraldri.

Smelltu hér ef þú vilt vera með í Facebook hópnum Einfaldara líf - opinn hópur.

12. Hvernig er best að takmarka áreiti?

Í þessum þætti gef ég ykkur innsýn í tímabil í lífi mínu þar sem ég þurfti að takmarka áreiti til muna. Ég varð að fá næði til að hugsa og vera. Einfaldara líf snýst líka um að taka stjórn yfir tíma sínum og lífi. Þessi þáttur er fyrir þig ef þú vilt læra að vera ekki bara gera!

13. Það er mikilvægt að leyfa sér að dreyma!

Í þessum þætti fjalla ég um mikilvægi þess að leyfa sér að dreyma. Ég fjalla um drauma sem ég hef átt og á í dag. Ég fjalla um aðferð sem ég nota til þess að átta mig á hvert ég vil stefna í lífinu. Þessi þáttur gefur þér verkfæri í hendur til að horfa fram á við.

Það eru margir sem þora ekki að leyfa sér að dreyma eða taka skref í átt að draumum sínum. Leyfir þú þér að dreyma?

14. Hvort er styttra síðan þú hlóðst símann eða sjálfa/n þig?

Í þessum þætti fjalla ég um það hversu auðvelt er að missa hleðslu. Forsenda þess að við getum sinnt þeim hlutverkum sem við erum í, er að við séum með góða hleðslu.

Ég lít svo á að hleðsla skiptist í þrjá þætti sem eru allir jafn mikilvægir til þess að við getum haldið lífi okkar í jafnvægi.

15. Er flýtiveiki raunveruleg?

Í þessum þætti fjalla ég um flýtiveikina sem hefur hrjáð mig árum saman. Er til mótefni gegn henni? Þetta er einmitt umfjöllunarefni þáttarins og er klárlega fyrir þig ef þú átt erfitt með að hægja á.

16. Ertu Strympa eða strumpur? Hver er tilgangurinn?

Í þessum þætti fjalla ég það hvernig áföll geta mótað líf okkar. Ég fjalla líka um leit Strympu að tilgangi lífsins. Veist þú hvernig þín saga mótar líf þitt og hversu miklu máli hún skiptir í stóra samhenginu?

17. Tíu skotheld ráð til að einfalda lífið. 

Í þessum þætti fjalla ég um tíu skref sem er gott að taka til að byrja að einfalda lífið. Þessi þáttur er fyrir þig ef þú veist ekki hvar þú átt að byrja eða vantar smá "spark" í rassinn til að halda áfram á vegferðinni í átt að einfaldara lífi.

18. Hugarró heima - Já takk!

Í þessum þætti fjalla ég um leiðir sem hægt er að fara til að upplifa meiri hugarró heima. Ég fjalla um leiðir sem ég hef farið og hvernig það hefur nýst okkur fjölskyldunni. Þetta eru ekki flóknar aðferðir en klárlega aðferðir sem hafa virkað og munu geta virkað fyrir þig.

19. Hvernig getum við róað taugakerfið okkar?

Í þessum þætti fjalla ég um mikilvægi þess að börn, unglingar og fullorðið fólk hafi eitthvað í lífi sínu sem huggar og róar taugakerfið. Hlustaðu á þennan til að fá verkfæri í hendurnar til að grafa eftir þessari auðlind.

20. Verkfæri sem hefur breytt lífi mínu. 

Í þessum þætti fjalla ég um verkfæri sem ég hef nýtt mér á minni vegferð í átt að einfaldara lífi. Verkfæri sem ég hvet þig eindregið til að nýta þér í þínu lífi..

21. Þetta geri ég til að einfalda lífið þessa dagana. 

Í þessum þætti fjalla ég um nokkur atriði sem eru að hjálpa mér sérstaklega mikið að einfalda lífið þessa dagana.

22. Nokkrar einfaldar leiðir til að upplifa betri líðan á óvissutímum

Í þessum þætti fjalla ég um óvissutíma og erfiðleika. Hvað getum við gert til að upplifa betri líðan mitt í storminum? Hvað getum við gert til að hjálpa börnunum okkar sem þrá ekkert heitar en að lifa "eðlilegu" lífi? 

23. Upp, niður og út á hlið. Berskjöldun í beinni! 

Í þessum þætti fjalla ég um það hversu eðlilegt það er að upplifa upp, niður og flata tíma (um stund)  í lífinu. Hvað getum við gert til að komast í meira jafnvægi á þannig tímum. Í þessum þætti deili ég því með ykkur hvað ég gerði síðasta þegar ég átti niður tímabil.