
Einfaldara líf með Gunnu Stellu
Taktu skrefið og leyfðu þér að hlaða og finna jafnvægi milli þess að vera og gera
Viltu læra að borða í nútvitund?. Smelltu hér til hliðar til að ná í ókeypis bæklinginn “Núvitund í mataræði,” og byrjaðu að tyggja, finna bragðið og lyktina og áferðina í núinu.
Þú skiptir mig máli!
Síðastliðin ár hef ég verið á vegferð sem ég kalla vegferð í átt að Einfaldara lífi. Fyrir 15 árum hófst þessi vegferð þó svo ég hafi ekki skilgreint hvaða nafn hún hefði að geyma á þeim tímapunkti. Vegferðin hófst þegar ég var ung nýbökuð móðir og hefur haldið áfram eftir því sem ég hef þroskast og bæst hefur í barnahópinn. Á þessum árum hef ég safnað saman hinum ýmsu verkfærum sem hafa hjálpað mér að upplifa jafnvægi, hugarró, sjálfstraust og hugrekki. Mitt hjartans mál er aðstoða sem flesta við að finna jafnvægi, sátt og gleði í lífinu. Það geri ég með ráðgjöf, heilsumarkþjálfun, námskeiðum, fyrirlestrum og pistlaskrifum.
Sagan mín
Þjónusta sem ég býð upp á

Ráðgjöf
Fjölskylduráðgjöf, para/hjónaráðgjöf, fósturfjölskyldur og úrvinnsla áfalla. Meðvirkni og samskiptavandi.

Fyrirlestrar
Ég held fyrirlestra fjölbreytt málefni fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög og minni hópa.

Gunna Stella er snillingur í þvi sem hún er að gera hérna! Sönn og samkvæm sjálfri sér með brilljant hugmyndir!
Mæli með þessu! Dásamlegt fyrir bæði líkama og sál ❤
Dagbjört Harðardóttir

Ég hef verið á námskeiði hjá Gunnu Stellu. Námskeiðið var innihaldsríkt og skemmtilegt. Það fékk mig til að sjá lífið í nýju ljósi, sjá hvað ég vill í rauninni fá út úr lífinu. Ég mæli eindregið með námskeiðinu fyrir þá sem vilja breyta sínum lífstíl og eignast innihaldsríkt líf.
Svana
Því ekki að byrja á einu af netnámskeiðunum

Einfaldara líf
Námskeiðið tekur á helstu atriðum sem hafa þarf í huga þegar þú vilt stefna að einfaldara lífi. Nútíma þjóðfélag hefur einkennst af miklum hraða og flestir hafa haft mikið að gera. Mitt í þeim aðstæðum er auðvelt að gleyma sjálfum sér og jafnvel fólkinu sem okkur þykir vænst um. Í dag hefur þér verið gefið tækifæri til að endurskoða líf þitt og því kjörið tækifæri að einfalda sem aldrei fyrr.
Því miður er lokað fyrir skráningu eins og er. Ef þú vilt vera á biðlista skráðu þig þá endilega hér fyrir neðan.
Biðlisti
Finnum jafnvægi
Hvernig er hægt að hlaða og halda jafnvægi á milli þess að vera og gera? Á þessu námskeiði færðu í hendurnar tæki og tól til að finna út hvernig þú getur upplifað jafnvægi í vinnu og einkalífi.
Þetta námskeið fer frá á Zoom.
Hefst 1. september 2021.
Innifalið:
Stuðningur, ráðgöf og heilsumarkþjálfun
Dagbókin Finnum jafnvægi sem kemur út sumarið 2021 fylgir.
Aðgangur að lokuðum Facebook hóp.
Skráðu þig á biðlista hér fyrir neðan.
Biðlisti

Einfaldari aðventa
Hvernig er hægt að einfalda aðventuna og njóta hennar betur?
Hvernig má forðast það að missa sig í hraðanum í þjóðfélaginu þegar jólin nálgast.
Þetta og meira til á námskeiðinu Einfaldari aðventa.
Þetta námskeið fer frá á Zoom.
* Ein kvöldstund
Skráning hefst í september 2021.
Innifalið:
Kennsla
Bókin Einfaldari aðventa sem kemur út í október 2021 fylgir.
Skráðu þig á biðlista hér fyrir neðan.
Biðlisti
Mig langar að kynnast þér betur
Viltu fá pistla, hugleiðingar og hvatningar sendar til þín í tölvupósti?
