Fyrir nokkrum árum síðan hringsnérist Gunna Stella
heima hjá sér. Hún var ófrísk af sínu fjórða barni og
fannst hún ekki hafa tíma fyrir neitt sem skipti hana
miklu máli. Hún hafði þráð lengi að eignast mörg
börn og langaði að hafa meiri tíma til að sinna þeim.
Á þessum degi hófst vegferðin í átt að Einfaldara lífi
af alvöru. Með einlægnina í farabroddi deilir Gunna
Stella skrefum, verkfærum og ráðum sem hafa nýst
henni undanfarin ár til að upplifa meira jafnvægi og
góðan skammt af hugarró með þvi að einfalda lífið.
"Persónuleg bók sem fer með þig í persónulegt ferðalag. Lífið er ekki endilega alltaf einfalt. Það er þó ýmislegt sem hægt er að gera til að einfalda lífið, öðlast ró og hamingju. Hlýleg bók sem færir verkfæri í hendur til einfaldara og hamingjuríkara lífs."
"Bókin er vel sett upp og Gunna Stella tengir skemmtilega við sitt eigið líf, sem án efa getur hjálpað þeim sem vilja gera breytingar til að einfalda líf sitt enn betur, því oft veit maður ekki hvar á að byrja. Bókin á erindi við alla því í nútímasamfélaginu, sem einkennist af hraða, veitir ekki af að staldra aðeins við og læra leiðir til að einfalda líf sitt – því lífið þarf ekki að vera svona flókið!"
"Þessi bók er bæði jákvæð og hvetjandi. Hún er vel og skipulega fram sett. Ég hefði gjarnan viljað lesa hana þegar ég var að stofna heimili en hún er engu að síður öllum gagnleg sem vilja taka meðvitaða ákvörðun um að lifa vel og fallega og í sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt."
"Þessi bók hjá Gunnu Stellu er einlæg. Bókin stútfull af einföldum verkfærum sem ég get strax tileinkað mér í mitt líf. Ég trúi því að einfaldara líf sé einn af lyklunum í átt að betri líðan fyrir sjálfan mig. Mæli eindregið með þessari lesningu, gera verkefnin og einfalda þitt líf."
"Ég fagna útkomu bókarinnar Einfaldara líf sem er svo sannarlega tímabær. Gunna Stella er ávalt einlæg og talar út frá eigin reynslu og hvernig hún sjálf hefur öðlast einfaldara líf. Verkefnin í bókinni eru skýr, raunsæ og laus við öfgar. Einfaldari lífstíll hefur hjálpað mér að sjá betur það sem skiptir mig raunverulega máli og í hvað ég vil verja meiri tíma."
50%
Vertu með! Ég LOFA að senda ekki of mikið af pósti!